Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir og einn kínverskur hafa lagt íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla til 2,4 milljónir dala, jafnvirði 290 milljóna íslenskra króna, í aukið hlutafé . Sjóðirnir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækið að síðan í fyrrasumar hafi Plain Vanilla verið aukið um 3,6 milljónir dala, jafnvirði tæpra 430 milljóna íslenskra króna. Á meðal þeirra sem lögðu til fjármagn var David Helgason, forstjóri Unity3D.

Í tilkynningunni segir að hlutaféð verði nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar á QuizUp, hugbúnaðargrunni fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, s.s. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út í fyrra hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum. Þeir voru um milljón talsins á síðasta ársfjórðungi.

Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar hafa Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D tekið sæti í stjórn Plain Vanilla.