Erlend fjármálafyrirtæki hafa óskað eftir upplýsingum varðandi sölu eigna Spron. Hlynur Jónsson hdl., formaður skilanefndar Spron, staðfesti það í samtali við Viðskiptablaðið.

Áhugi þessara aðila beinist að Netbankanum og öðrum eignum Spron.

Að sögn Hlyns er ætlunin að selja dótturfélög Spron hratt en um 40 aðilar hafa óskað eftir grunnupplýsingum.

Að sögn Hlyns hefur nefndin ekki mótað hugmyndir sínar um hvort útibú Spron verða seld sér eða sameiginlega.

„Þetta eru verðmæti sem rýrna hratt. Eftir því sem starfsemin liggur lengur niðri, því minna fæst fyrir hana,“ sagði Hlynur.