For­svars­menn Icelanda­ir hafa fundið fyr­ir áhuga er­lendra fjár­festa í aðdrag­anda hluta­fjárút­boðs flug­fé­lags­ins. Hef­ur fé­lagið þó ekki haft frum­kvæði að slíku sam­tali. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Að hans sögn miðar vinna fé­lags­ins við að sækja fé í fram­an­greindu útboði til inn­lendra fjár­festa. „Við höf­um verið með ein­beit­ing­una hér inn­an­lands og höf­um ekki haft frum­kvæði að því að tala við fjár­festa er­lend­is frá. Þátt­taka er­lendra aðila kem­ur þó al­veg til greina,“ seg­ir Bogi og bæt­ir við að fé­lagið eigi í reglu­leg­um sam­skipt­um við stærstu hlut­hafa flug­fé­lags­ins. „Við höf­um verið að ræða við þá sem eru stærst­ir í okk­ar hlut­hafa­hópi. Við höf­um haft frum­kvæði að því og erum í reglu­legu sam­bandi við þá,“ seg­ir Bogi.