Erlendir fjárfestar hafa sýnt á því áhuga að kaupa hlut í ENEX, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, og er einkum rætt um hluti Geysir Green Energy í því sambandi, en GGE á 73,1% í félaginu á móti REI, sem á 26,5%. Ekkert tilboð hefur hins vegar verið lagt fram og mun einkum vera um óformlegar þreifingar að ræða.

Stjórn GGE hefur óskað eftir því frá ársbyrjun að ENEX verði sameinað GGE og var slík sameining samþykkt bæði í stjórn GGE og ENEX. Viðskiptablaðið hafði eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra GGE, í mars að hann vonaðist til að sameiningin næði fram að ganga innan tveggja mánaða, þ.e. fyrir maílok. Það hefur hins vegar ekki orðið, fyrst og fremst vegna þeirrar flækju sem varð með REI í fyrrahaust. GGE keypti fjórðungshlut Landsvirkjunar í félaginu á liðnu hausti og greiddi tæpan milljarð fyrir, og mætti áætla markaðsvirði fyrirtækisins 4 milljarða samkvæmt því.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .