Erlendir kröfuhafar geta greitt sér út tæplega 78 milljarða króna í arðgreiðslur úr nýju bönkunum ef slitastjórnum þrotabúa Kaupþings og Glitnis tekst að ljúka nauðasamningnum með þeim hætti sem stefnt er að. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Arðgreiðslurnar taka mið af eiginfjárstöðu Arion banka og Íslandsbanka í lok júní og þrátt fyrir slíkar arðgreiðslur uppfylla bankarnir lágmarkskröfu Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall.

Sérfræðingur bendir á að slíkar arðgreiðslur sem þurfi að skipta yfir í gjaldeyri myndu segja mikinn þrýsting á gengi krónunnar. Til samanburðar nam velta á gjaldeyrismarkaði aðeins um 90 milljörðum króna á liðnu ári.