Það sem af er degi hefur bandaríska vísitalan Dow Jones Industrial Average lækkað um 1,07%. Standard & Poor’s hefur þá lækkað um rétt tæplega 1%.

Sambærilega sögu er að segja af evrópskum mörkuðum, en Euro Stoxx 50 vísitalan evrópska hefur lækkað um 1,59% og FTSE 100 lækkað um 1,25%.  Asíumarkaðir lækkuðu þá einnig, en japanska Nikkei vísitalan fór niður um 0,37% og Hang Seng í Hong Kong um 0,25%.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær fóru erlend hlutabréf upp á við, en þróun dagsins virðist stefna í að má þá hækkun alfarið út.

Líklegt er að ástæða þessara sveiflna sé verðflökt hráolíunnar, sem hefur þá að sama leyti farið upp og aftur niður - en frá gærdeginum hefur Brent hráolía lækkað um 3,8% og West Texas um 4,58%.