Aðeins þremur stigum vantaði upp á að Dow Jones vísitalan næði 12.000 stiga markinu, en vísitalan féll svo niður í 11980,6 örfáum mínútum fyrir lokun markaðar í gær, segir í frétt Dow Jones.

Vonir til að hagnaður fyrirtækja aukist í kjölfar þess að hægist á hagvexti efnahags Bandaríkjanna, hafa aukið bjartsýni fjárfesta, segir í fréttinni.

Nikkei 225 vísitalan lækkaði um 0,5% við lokun markaðar í morgun, og er nú í 16611,59, en vísitalan hafði hækkað um 2% síðustu tvö skipti.

Talið er að hækkun olíuverðs hafi orðið til að flugfélög og tengd fyrirtæki lækkuðu, veikari staða bandaríkjadals gagnvart jeninu hafi einnig orðið til að hlutabréf í bíla- og tækniiðnaðnum féllu.

Fregnir af því að Norður-Kórea hyggi á frekari kjarnorkuvopnatilraunir höfðu takmörkuð áhrif á markaði, segir í fréttinni.