Helstu hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa ekki verið hærri í fimm ár. Þýska vísitalan DAX Xetra 30 hækkaði um 0,2%, í 6,186. Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 0,2%, í 5361. Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 0,2% í 353,14 og breska vísitalan FTSE 100 hækkaði um 0,3% í 6172.

Olíurisinn BP hækkaði um 1,4% og námufyrirtækið Lonminrose hækkaði um 4,1%. Hráolíufatið lækkaði um 11 sent og seldist á 58,46 bandaríkjadali. Franska olíufyrirtækið Total hækkaði um 0,8%.

Hollenska vísitalan AEX hækkaði um 0,1%, í 493,39, en Royal Dutch Shell hækkaði um 1,1% og Philips Elecronics lækkaði í kjölfar þess að afkoma fyrirtækisins var undir spám greiningaraðila.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,4%, í 1145,67. Scania hækkaði um 0,9% í kjölfar væntinga um yfirtökuboð MAN.

OBX vísitalan hækkaði um 1,6% í 330,38.