Miklar sveiflur hafa verið á erlendum hlutabréfamörkuðum í vikunni, að sögn greiningardeildar Glitnis, og hafa markaðir almennt lækkað.

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í gær þegar nýjar verðbólgutölur reyndust hærri en gert var ráð fyrir. Dow Jones lækkaði um 1,9%, Nasdaq lækkaði um 1,5% og S&P 500 lækkaði um 1,7%.

?Vegna hærri verðbólgu eru taldar auknar líkur á að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki stýrivexti sína," segir greiningardeildin.

Markaðurinn í Osló lækkar um 4%

Hlutabréf í helstu kauphöllum á meginlandi Evrópu hafa lítið sveiflast í morgun, að sögn greiningardeildarinnar.

Ef við skoðum Norðurlöndin þá hefur hlutabréfverð í Danmörku og Finnlandi lækkað lítillega í morgun en hlutabréf í Svíþjóð hafa hækkað um 1%. Aftur á móti hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni í Osló lækkað um 4%.

?Hlutabréfaverð í Noregi hefur lækkað umtalsvert í vikunni en þrátt fyrir það hefur verðið hækkað vel frá áramótum, eða um 14%. Lækkun olíuverðs er ein helsta ástæða fyrir lækkuninni í morgun," segir greiningardeild Glitnis.