Asía:

Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 0,3% og lauk í 16.406,46.

Hang Seng vísitalan hækkaði um 0,8% og lauk í 19.083,73.

S&P/ASX 200 vísitalan hækkaði um 0,9% og lauk í 5456,70.

Vísitala Taívan hækkaði um 0,9% og lauk í 7184,65.

Kopsi vísitala Suður-Kóreu hækkaði um 0,6% og lauk í 1387,04.

Vísitölur Ástralíu, Indónesíu og Hong Kong eru nú í sögulegu hámarki. Nikkei vísitalan hækkaði í krafti aukningar í útflutningsfyrirtækjum á borð við Sony og Honda Motor.

Bandaríkin:

Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,0% og lauk í 12.105,55.

NASDAQ vísitalan hækkaði um 1,5% og lauk í 2365,95.

S&P 500 vísitalan hækkaði um 1,1% og lauk í 1379,78.

Olíufatið hækkaði um 88 sent og seldist á 60,02 Bandaríkjadali, en talsmaður OPEC ríkjanna sagði í gær að mögulegt væri að auka þyrfti framleiðslu á þessu ári.