Hlutabréf í bifreiðaframleiðslu- og samgönguiðnaðnum féllu víða í Evrópu í dag í kjölfar hækkandi olíuverðs, segir í frétt Dow Jones.

CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 1,1%, í 5,302. En munaðarvöruframleiðandinn LVMH átti þar þátt í, en fyrirtækið lækkaði um rúmlega 2,4%.

DAX Xetra 30 vísitalan í Þýskalandi lækkaði um 1,2% í 6115. Deutsche Lufthansa lækkaði um 2,9% og Commerzbank lækkaði um 2,5%.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 1,1% í 349,15. En fjármálastofnanir lækkuðu sérstaklega þar, HBOS lækkaði um 1,7%, Barclays lækkaði um 2,4% og Credit Suisse lækkaði um 2,6%.

Markaðir í Evrópu hafa verið í fimm ára hámarki að undanförnu.

OMXM40 vísitalan lækkaði um 1,3% í 1130,56.