Nokkrir breskir miðlar hafa fjallað um þátt Guðna Bergssonar í hnífstungumálinu á lögmannsstofunni Lagastoð í fyrradag. Eins og fram hefur komið kom Guðni starfsfélaga sínum til bjargar þegar skuldari réðist á hann með hníf á stofunni á mánudagsmorgun. Guðni hlaut sjálfur minniháttar áverka og stungusár.

Guðni, sem í dag starfar sem lögmaður, er sem kunnugt er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Hann lék með ensku liðunum Tottenham Hotspur (árin 1988-1994) og Bolton Wanderers (1995-2003). Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins hafði Guðni nýlega hafið störf hjá Lagastoð en hann starfaði áður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Enskir fjölmiðlar, þá helst knattspyrnusíður, hafa frá því á mánudaginn fjallað um það sem margir þeirra kalla hetjudáð Guðna. Á Íþróttavef BBC kemur fram að Guðni hafi slasast eftir að hafa komið samstarfsmanni sínum til bjargar og á Eurosport kemur fram að Guðni hafi hlotið tvö stungusár í lærið. Þá hefur Wikipedia síða Guðna verði uppfærð með þeim upplýsingum um atburðinn.

Þá er einnig fjallað um málið á fréttasíðu Manchester United sem og stuðningsmannasíðu Tottenham. Í nær öllum tilvikum er um endursögn að ræða.

Hér má sjá stuttan lista yfir umfjallanir á erlendum miðlum um hetjudáð Guðna:

http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/17278479

http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1031829/ex-bolton-defender-gudni-bergsson-stabbed-in-iceland?cc=5739

http://www.whoateallthepies.tv/tottenham_hotspur/113604/ex-spurs-and-bolton-defender-gudni-bergsson-stabbed-twice-after-protecting-colleague-from-knife-attack.html

http://manutdnews.info/manchester-united-news/gudni-bergsson-saves-man-gets-stabbed/

http://uk.eurosport.yahoo.com/06032012/58/premier-league-former-prem-star-stabbed-legs.html

http://manutdnetwork.com/forum/topics/former-bolton-and-spurs-player-gudni-bergsson-stabbed

http://www.bwfcforum.co.uk/forum/Football-Chat/45359-Gudni-ATTACKED.html

Guðni Bergsson í treyju Tottenham Hotspur á meðan hann var atvinnumaður í knattspyrnu.
Guðni Bergsson í treyju Tottenham Hotspur á meðan hann var atvinnumaður í knattspyrnu.