Erlendir nemendur eru meira en fimm sinnum líklegri til að svinda í bandarískum háskólum. Þegar kemur fram í greiningu Wall Street Journal sem birtist á vef blaðsins.

Samkvæmt greiningunni þá komu upp 5,1 atvik meðal erlendra nemenda af hverjum 100 þar sem meint svindl átti sér stað. Aðeins kom upp eitt atvik á hverja 100 bandaríska nemendur.

Í greiningu Wall Street Journal eru kínverskir nemendur sagðir vera einna líklegastir til að svindla.

Niðurstaðan byggir á gögnum frá yfir 10 ríkisreknum háskólum í Bandaríkjunum.