Alls voru 1.724 manns skráðir í sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun í júní samkvæmt bráðabirgðatölum Vinnumálastofnunnar. Þar af voru 1.018 karlar (59%) og 706 konur (41%). Þá voru 28% aðila í úrræðum erlendir ríkisborgarar, eða 490 manns. Til úrræða eru t.d. námsúrræði, atvinnutengd endurhæfing, starfsþjálfun og reynsluráðning.

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
© BIG (VB MYND/BIG)
Færri eru í úrræðum í júní heldur en í fyrri mánuðum og stafar það að því að námssamningar vormisseris runnu úr í maí. Þá er einnig fækkun í flestum tegundum úrræða nema í starfstengdum vinnumarkaðsúrræðum þar sem fjölgaði nokkuð.