Erlendir verðbréfamarkaðir hafa hækkað talsvert við opnun markaðanna í dag. Standard & Poor’s vísitalan hefur hækkað um 1,27%, og Dow Jones Industrial Average vísitalan hefur hækkað um 1,3%.

Sambærilegar sögur er að segja af evrópskum mörkuðum þar sem Euro Stoxx 50 hefur hækkað 2,19% og FTSE 100 um 1,47%.

Þessi hækkun kann að hafa eitthvað að gera með verð hráolíu - en eins og stendur hefur Brent-hráolía hækkað um heil 5,36% meðan West Texas hefur hækkað um heil 6,95%. Brent-tunna kostar þá tæplega 35 Bandaríkjadali.

Asíumarkaðir hækkuðu einnig, en þó ekki jafn mikið og í Bandaríkjunum - en Nikkei-vísitalan japanska hækkaði um 0,9% og Hang-Seng um 0,93%.