Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var sagt frá því að dæmi eru um að erlendir vogunarsjóðir hafi haft í hótunum við íslenska fjölmiðla sem fjallað hafa um ásakanir á hendur þeim um markaðsmisnotkun.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í síðustu viku að fjórir breskir vogunarsjóðir, Landsdowne Partners, Trafalgar Fund, Ako Capital og Cheney Capital, hefðu tekið skortstöður í íslenskum hlutabréfum og skuldatryggingum og síðan dreift orðrómi um slæma stöðu íslensks fjármálalífs.

Sjóðirnir hafa ýmist vísað ásökununum á bug eða neitað að tjá sig um þær.

Einn þeirra hefur að sögn RÚV gengið svo langt að hóta íslenskum fjölmiðlum lögsókn sem fjallað hafa um málið.