Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri og í ár, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir rúmum áratug. Um 34 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í janúarmánuði og er um að ræða 7.800 fleiri brottfarir en á árinu 2012. Erlendum gestum fjölgaði því um 30% í janúarmánuði á milli ára.

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í janúar frá Bretlandi, eins og jafnan í janúar. Þeim fjölgar einnig mest á milli ára í ferðamönnum talið. Bandaríkjamenn voru næstfjölmennastir og þaðan var einnig góð fjölgun. Ýmsir aðrir markaðir sýndu einnig mikla fjölgun, svo sem Kína, Japan og Þýskaland.

Ríflega 23 þúsund Íslendingar fóru utan í janúar í ár og er um að ræða svipaðan fjölda og fór utan í janúar í fyrra.