Sex þúsund fleiri ferðamenn fóru frá landinu í október en fyrir ári. Ferðamennirnir voru 44.994 í mánuðinum og jafngildir það 15,9% fjölgun á milli ára, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er talsvert yfir meðalfjölgun erlendra ferðamanna á ellefu ára tímabili, frá 2002 til 2012. Hún nam 10,2% á ári.

Fram kemur á vef Ferðamálastofu að flestir ferðamenn sem hingað komi í október voru frá Bretlandi. Þeir voru 21 ferðamanna á 13,1% frá Bandaríkjunum og 11,1% frá Noregi. Þá voru 7,5% ferðamanna frá Danmörku, 6% frá Þýskalandi og 5,9% frá Svíþjóð. Bretum og Norðmönnum fjölgaði mest á milli ára, samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Á sama tíma hefur það sem er af ári 581.951 erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 85.055 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta jafngildir 17,1% aukningu á milli ára. Aukningin hefur verið frá öllum mörkuðum. Mest frá Bretlandi þar sem hún nam 34%. Þá var 16,7% aukning frá rá N-Ameríku, 12,6% frá Mið- og S-Evrópu, 9,8% frá Norðurlöndunum og 23,2% frá löndum á öðrum svæðum.