Það sem af er ári hefur komu ferðamanna til landssins fjölgað um 30% frá fyrra ári. Samtök ferðaþjónustunnar gera ráð fyrir því að heildarfjöldi erlendra ferðamanna verði 1.307.000 á árinu.

Á tíunda áratugnum komu að meðaltali 380 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og er því ljóst að aukningin síðustu ár hefur verið gríðarleg.

Samtök ferðaþjónustunnar gera ráð fyrir þvi að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu haldi áfram að vaxa á síðasta ársfjórðungi í samanburði við fyrra ár. Áætlað er að heidlargjaldeyristekjur muni nema um 369 milljörðum króna og þar munar mestu um 316 milljarða útgjalda erlendra ferðamanna innanlands. Árið 2013 námu heildarútflutningstekjur ferðaþjónustu 276 milljörðum króna sem þýðir að útflutningstekjur hafa aukist um tæplega 100 milljarða á tveimur árum, gangi spár eftir.

Fjöldi alþjóðlegra ráðstefna yfir vetrarmánuðina, tónlistarhátíða og annarra atburða hafa stutt mjög við vöxt ferðaþjónustunnar yfir svartasta skammdegið.