Alls voru 50.701 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. júlí 2020  og fjölgaði þeim um 1.354  frá 1. desember síðastliðnum. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár Íslands. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 1.171 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Pólskum ríkisborgarar sem eru búsettir hér á landi eru nú 20.904 og fjölgaði á ofannefndu tímabili um 230 einstaklinga. Næst mest fjölgun var meðal rúmenskra ríkisborgara eða um 178.