*

mánudagur, 1. mars 2021
Fólk 23. janúar 2013 13:37

Erlendur Davíðsson til liðs við Júpíter

Erlendur Davíðsson hefur verið ráðinn sjóðstjóra hjá Júpíter rekstrarfélagi

Ritstjórn

Erlendur Davíðsson hefur verið ráðinn sjóðstjóra hjá Júpíter rekstrarfélagi og tekur hann við því 1. febrúar næstkomandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Júpíter að Erlendur hefur víðtæka reynslu af fjármálamörkuðum. Áður starfaði Erlendur við fyrirtækjaráðgjöf innan fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Á árunum 2008 til 2010 starfaði Erlendur hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital og hjá Landsbankanum á árunum 2005 til 2007.

Erlendur hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2006 og kennt námskeið í grunnnámi og framhaldsnámi. Þá hefur hann kennt fjármál við MBA nám HÍ og ýmis fjármálanámskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Erlendur er með B.Sc. gráðu í hagfræði, M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og fyrsta prófi hjá CFA-stofnuninni.