Erlendur Davíðsson hefur verið ráðinn sjóðstjóra hjá Júpíter rekstrarfélagi og tekur hann við því 1. febrúar næstkomandi.

Erlendur Davíðsson
Erlendur Davíðsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fram kemur í tilkynningu frá Júpíter að Erlendur hefur víðtæka reynslu af fjármálamörkuðum. Áður starfaði Erlendur við fyrirtækjaráðgjöf innan fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Á árunum 2008 til 2010 starfaði Erlendur hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital og hjá Landsbankanum á árunum 2005 til 2007.

Erlendur hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2006 og kennt námskeið í grunnnámi og framhaldsnámi. Þá hefur hann kennt fjármál við MBA nám HÍ og ýmis fjármálanámskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Erlendur er með B.Sc. gráðu í hagfræði, M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og fyrsta prófi hjá CFA-stofnuninni.