*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 27. maí 2016 16:30

Erlendur fjárfestir kemur að lestinni

Per Aarsleff A/S mun koma með fjármagn og þekkingu að fluglestinni fyrirhuguðu milli Reykjavíkur og Keflavíkur.

Ritstjórn

Erlendi fagfjárfestirinn Per Aarsleff A/S mun koma til með að færa fjármagn og þekkingu að fluglestinni sem áætlað er að byggja milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Stofnað hefur verið þróunarfélag í kringum verkefnið. Mbl.is greindi fyrst frá þessu í dag en Fluglestin var kynnt á málþingi um almenningssamgöngur í morgun.

Fyrirtækið sem um ræðir hefur talsverða reynslu af lagningu lesta og fjöldi manns starfar við sérstaka lestardeild innan þess. Nú er í ferli starfssamningur við sveitarfélög, en að sögn Runólfs Ágústssonar sem er verkefnisstjóri Fluglestarinnar hafa fimm af átta viðkomandi sveitarfélögum samþykkt starfssamninginn.

Á fyrrnefndu málþingi var lega Fluglestarinnar rædd og samlegðaráhrif hennar við Borgarlínuna svokölluðu - hinn nýja samgönguás almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - en mikilvægt er að finna heppilegustu leguna til þess að allt gangi upp sem allra best.

Stikkorð: Fjárfestir Lest Lestir Fluglest Borgarlína