Íslenski 10 þúsund króna seðillinn var frumsýndur á erlendum vef í dag. Það var vefurinn Banknote News sem sérhæfir sig í fréttum af peningaseðlum.

Fram kemur að á nýja seðlinum sé mynd af Jónasi Hallgrímssyni, vísindamanni og skáldi, og heiðlóunni. Myndirnar séu hannaðar af Kristínu Þorkelsdóttur.

Viðskiptablaðið hefur ekki fengið staðfest hvort umræddur seðill sem birtur er á Banknotes vefnum sé rétt útgáfa af hinum nýja seðli, en það kemur í ljós þegar Seðlabanki Íslands kynnir nýja peningaseðilinn formlega í dag.