Kínversk stjórnvöld greindu frá því í gær að erlent fjármagn hefði haldið áfram að streyma til landsins í september.

Kínverjar flytja vörur úr landinu inn á erlenda markaði fyrir metfjárhæðir, samtals 16,9 milljarða dollara eða sem nemur rúmlega 1.900 milljörðum króna.

Hagfræðingar bjuggust ekki við svo miklum útlflutningi frá landinu og sögðu hann hafa komið á óvart. Í viðtali við The New York Times sagði Wang Tao, hagfræðingur hjá UBS í Peking, að Kína stæði nú frammi fyrir mikilli áskorun, sem væri að viðhalda stöðugleika og koma í veg fyrir brotlendingu.