Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hækkaði um 38 punkta í gær og er nú 210 punktar. Álag viðskiptabankanna hækkaði einnig í gær. Álag Landsbankans hækkaði um 30 punkta, Glitnis um 37 punkta og Kaupþings 29. Miðað við þær sveiflur sem eiga sér stað dag frá degi á álagi bankanna er hækkunin sem átti sér stað á skuldatryggingaálagi ríkisins í gær hlutfallslega mjög mikil, eða um 15%.

Sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin nú fengið lagaheimild fyrir 500 milljóna evra láni. Sé miðað við gengi gærdagsins myndi lánið kosta rúmlega 63 milljarða króna. Því er ljóst að slíkt lán yrði afar kostnaðarsamt, yrði það tekið í dag, í ljósi þess að evran hefur aldrei verið jafnhátt skráð gagnvart krónu og einmitt nú. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir í samtali við Viðskiptablaðið að rétt sé að bíða eftir réttri tímasetningu til að taka lánið.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .