Hagnaður Siemens dregst saman --

Siemens hefur tilkynnt að hagnaður á fyrsta ársfjórðungi mun falla niður í 813 milljónir evra samanborið við 1 milljarð á sama tíma fyrir ári. Það sem þykir standa Siemens fyrir þrifum er léleg frammistaða samskipta- og tölvugeira fyrirtækisins.

Deutsche Telecom stækkar á Bandaríkjamarkaði --

Bandaríkjaarmur þýska símafyrirtækisins Deutsche Telecom hefur slegið öll met og bætti við sig hvorki meira né minna en 1.4 milljón nýjum áskrifendum á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Heildarfjöldi nýrra áskrifenda er þá komin upp í 21,7 milljónir.

Sony endurskoðar afkomuspá --

Sony hefur áætlað að gróði fyrirtækisins á þessu ári verði 608 milljónir Bandaríkjadala í stað 869 milljóna dala taps eins og áður var búist við. Þetta ber vitni um að loksins hafi raftækjaiðnaður Sony tekið við sér á nýjan leik og skili fyrirtækinu arði.

Stórsigur Hamas --

Hamas, samtök herskárra múslima, unnu öruggan sigur í palestínsku þingkosningunum og tryggðu sér nánast öll 66 þingsætin sem í boði voru. Bush Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann mun ekki ræða við Hamas fyrr en samtökin virðurkenni opinberlega tilvist Ísraelsríkis. Forrystumenn Hamas samtakanna segja slíka viðurkenningu ekki vera á leiðinni í bráð.

H&M færir út kvíarnar --

Alþjóðlegi fatarisinn H&M hefur tilkynnt um hagnaðaraukningu sem nemur 5,9% á fjórða ársfjórðungi. Hagnaður H&M fyrir tímabilið nam 4.297 milljörðum sænskra króna. Í desember jókst heildarsalan um 14%. H&M mun færa út kvíarnar á árinu og áætlar að opna fataverslanir í Mið-Austurlöndum.