Erling Ásgeirsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Sense ehf. Hann var áður framkvæmdastjóri Notendalausna Nýherja og hefur verið framkvæmdastjóri hjá félaginu frá 1992.

Áður starfaði Erling sem sérfræðingur á tæknideild IBM á Íslandi. Hann er með meistararéttindi í rafeindavirkjun.

Í kjölfar nýs viðskiptamódels Nýherja fellur öll starfsemi Links ehf. og sá hluti rekstrar Nýherja sem áður var undir merkjum Sense nú undir félagið Sense ehf.

Sense mun reka ráðgjafa og hönnunardeild, tækniþjónustu og samnefnda verslun í Hlíðarsmára. Sony Setrið í Kringlunni, dreifingarmiðstöð og söludeild í Akralind.

Félagið er umboðsaðili fyrir Sony, NEC, Panasonic, Crestron stjórnbúnað og annast sölu og dreifingu á þessum vörum ásamt vörum frá Canon, Bose o.fl. til einstaklinga, fyrirtækja og endursöluaðila.

Eitt helsta markmið Sense er að hanna og þróa fullkomnar tæknilausnir sem eru einfaldar í notkun.

Áætlaðar árstekjur Sense ehf. eru um tveir milljarðar króna, en um 40 manns starfa hjá félaginu.