*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 1. nóvember 2011 18:42

Erna Gísladóttir fær að kaupa Ingvar Helgason og B&L

Tíu aðilar skiluðu inn tilboðum, en ákveðið var að hleypa Ernu einni áfram.

Ritstjórn
Ingvar Helgason og B&L eru með fjölda bílaumboða.
Aðsend mynd

Eigendur BLIH ehf., móðurfélags Ingvars Helgasonar og B&L, hafa ákveðið að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L, í allt hlutafé í fyrirtækinu. Kom þetta fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eignarhaldsfélagið BLIH ehf. fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni ehf. og B&L (Bifreiðar og landbúnaðarvélar ehf.) og hefur verið í eigu Miðengis, Landsbankans og Lýsingar.

Fyrirtækið hefur verið í söluferli hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og skiluðu tíu aðilar inn óskuldbindandi tilboðum. Eigendur BLIH ehf. ákváðu síðan að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L en hún er dóttir Gísla Guðmundssonar, fyrrverandi eiganda og stjórnarformanns B&L til margra ára. Í frétt Stöðvar 2 var haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, framkvæmdastjóri Miðengis, að ákveðið hafi verið að hleypa einum aðila áfram, því það tilboð hafi best þjóðan hagsmunum núverandi eigenda.

Sjá frétt á vísi.is