Erna Gísladóttir hefur setið lengi í stjórnum fyrirtækja. Hún er í dag stjórnarformaður BL.

Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir fáum konum í stjórnum?

„Ég held að það séu margar skýringar. Ein ástæðan held ég að sé kunningja- og vinasam- félagið sem við búum í sem hefur áhrif. Þegar verið er að fá fólk í stjórn er oft fengið fólk sem eigendur, sem eru oftast karlmenn, þekkja eða muna eftir. Það getur skipt máli að fá mis- munandi og fjölbreyttari viðhorf í blönduðum stjórnum. Ég hef sjaldan heyrt um konur sem neiti að koma í stjórn séu þær beðnar um það. Þær eru kannski orðnar sýnilegri en áður. Þegar konum fjölgar í stjórnum fyrirtækja og menntun þeirra eykst mun hlutur kvenna í stjórnum vaxa hratt.“

Hvernig finnst þér andrúmsloftið vera gagnvart því að fá fleiri konur í stjórn?

„Mér finnst andrúmsloftið vera jákvætt fyrir því að fá fleiri konur í stjórnir fyrirtækja. Ég held að lagasetningin flýti fyrir því að auka hlutfall kvenna í stjórnum. Við það munu fleiri konur komast inn í hringinn sem eig- endur muna þá eftir þegar verið er að fá fólk í stjórnir.“

Rætt er við Ernu ásamt fleiri konum í stjórnum fyrirtækja um málið í Áramótum, áramótatímariti Viðskiptablaðsins sem kom út á milli jóla og nýárs.