Mjólkursamsalan hefur ráðið Ernu Erlendsdóttur í starf útflutningsstjóra fyrirtækisins. Útflutningssvið MS heldur utan um öll erlend viðskipti MS sem sagt viðskipti með skyr og vörumerkja- og framleiðsluleyfissamninga fyrirtæksins.

Heimir Már Helgason fráfarandi útflutningssstjóri MS hefur sagt starfi sínu lausu og ráðið sig sem markaðsstjóra hjá Norðlenska á Akureyri. Um leið og við þökkum Heimi fyrir góð störf hjá MS óskum við honum velfarnaðar í nýju starfi hjá Norðlenska á Akureyri.

Erna Erlendsdóttir er fædd 1981 og er með viðskiptafræðipróf B.Sc af markaðssviði frá Háskólanum í Reykjavík. Erna hefur unnið margvísleg störf hjá MS í markaðsdeild fyrirtækisins frá árinu 2007 meðal annars verið vörumerkjastjóri, haft yfirumsjón með vefmálum fyrirtækisins og unnið að markaðssetningu á íslenska skyrinu í Bretlandi sem og uppbyggingu á nýju vörumerki fyrir íslenska skyrið á alþjóðamörkuðum. Erna segist spennt að takast á við þetta nýja starf hjá MS enda séu mörg spennandi verkefni framundan í útflutningsmálum fyrirtækisins.