Erna Indriðadóttir
Erna Indriðadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Erna Indriðadóttir stjórnsýslufræðingur og starfsmaður Alcoa Fjarðaáls hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, í prófkjöri flokksins sem fram fer dagana 9 og 10. nóvember. Erna tilkynnti um framboð sitt til fjölmiðla í dag.

Erna var í tíunda sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum. Hún starfaði sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu í rúm 20 ár, þar af sem deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri í sex ár, en hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Fjarðaáls á Reyðarfirði frá árinu 2005.