Flugfélagið Ernir mun að öllum líkindum taka við flugi Landsflugs á Sauðárkrók, Höfn í Hornafirði, Bíldudal og Gjögur 1. janúar. Verið er að ganga frá formsatriðum í samningum við Vegagerðina og gert er ráð fyrir að samningar verði undirritaðir síðar í vikunni.

Landsflug, sem sinnt hefur þessum leiðum undanfarin ár en er nú hætta starfsemi innanlands og sagði m.a. á dögunum upp samningum um sjúkraflug til Vestmannaeyja.

Hörður Guðmundsson, einn af eigendum Ernis, segir að félagið þurfa að auka við flugvélakost sinn til að mæta stórauknum umsvifum. Segir hann að til að mæta þörfum innanlandsflugsins sé verið að horfa á vél af gerðinni Jetstream 31 til nota á lengri leiðunum. Hún er hraðfleyg 19 sæta skrúfuþota með jafnþrýstibúnaði og góðu innanrými, m.a. 180 sentímetra lofthæð og salernisaðstöðu. Hann segir að aðra gerð eða skammbrautarvél þurfi þó í Vestfjarðaflugið.