Ernst & Young á Íslandi hefur fengið jafnlaunavottun en fyrirtækið er 26. fyrirtækið sem hlýtur jafnlaunavottunina.

Vottunin staðfestir að konur og karlar hjá Ernst & Young fá sömu laun fyrir jafn verðmæt störf og því er fylgt eftir með kerfisbundnum hætti. Alls starfa 55 manns hjá E&Y á íslandi en þar af eru 53% konur og 47% karlar.

Ásbjörn Björnsson, forstjóri Ernst & Young á Íslandi.

„Við hjá Ernst & Young erum afar stolt og ánægð með Jafnlaunavottun VR. Við höfum ávallt lagt áherslu á að laun endurspegli menntun, ábyrgð og frammistöðu okkar starfsfólks án tillits til kynferðis þeirra. Vottunin staðfestir það launajafnrétti sem við höfum fylgt og styður við stefnu félagsins um jafnrétti í launum og starfstækifærum.“

Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir „Jafnlaunavottun VR er til marks um þá áherslu sem fyrirtæki leggja á jafnrétti innan eigin veggja og við fögnum því að fá Ernst & Young í hópinn.“

Jafnlaunavottunin VR felur í sér ítarlega úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör karla og kvenna. Öll fyrirtæki og stofnanir á íslenskum vinnumarkaði geta sótt um jafnlaunavottun VR, óháð stéttarfélagsaðild. Vottunin byggir á jafnlaunastaðli Staðlaráðs Íslands sem gefinn var út í lok árs 2012