Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Erria í OMX Nordic Exchange Kaupmannhöfn en það er þrítugasta og annað félagið sem skráð er á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári. Erria var stofnað árið 1983 og sérhæfir sig í siglingastarfsemi á alþjóðavísu. Félagið veitir skipa- og sjávarútvegsfyrirtækjum um allan heim ýmiss konar þjónustu. Meginstarfsemi þess byggist á rekstri efnaflutningaskipa, vöruflutninga- og gámaskipa, sem og ráðgjafarstarfsemi á sviði tæknilegra úrlausna. Velta Erria var 44 milljónir danskra króna á árinu 2006 og nær starfsemi félagsins allt til Víetnam, Póllands, Tyrklands, Búlgaríu og Möltu. „Okkur er ánægja að bjóða Erria velkomið í Nordic Exchange. Félagið er skráð í iðnaðargeira og er hið tíunda í þeim geira sem tekið er til viðskipta á aðalmarkað Nordic Exchange,“ segir Jan Ovesen, forstjóri OMX Nordic Exchange Copenhagen í tilkynningu. Viðskiptalota hlutabréfa í Erria, sem hefur auðkennið ERRIA, er 50. Félagið flokkast með smærri félögum í iðnaðargeiranum.