Með því að spara og haga fjárfestingum sínum af skynsemi aukast líkurnar á því að maður verði efnaður. Það gefur augaleið.

En það er þó fleiri sem kemur til og gefur til kynna hvort að einstaklingur sé í stakk búinn til að verða efnaður. Þar má nefna hjúskaparstöðu og útlit en hvoru tveggja getur ýmist hjálpað einstaklingum að meðhöndla auð sinn eða valdið skaða.

Um þetta er fjallað í stuttu máli á fjármálavef CNN. Þar er að finna stutt persónuleikapróf þar sem einstaklingar geta metið hvort þeir eru í stakk búnir til að meðhöndla möguleg auðæfi sín.

Þar er spurt um viðhorf einstaklinga til lífsins, stöðu forelda á uppeldisárum viðkomandi, heilsu, gáfur, menntun, útlit, hjúskaparstöðu, viðhorf til kvenna (þar sem fullyrt er í kjölfarið að karlrembur séu efnaðri en aðrir), viðhorf til áhættu og svo frv.

Persónuleikaprófið er um margt áhugavert en í kjölfar hverrar spurningu fylgja upplýsandi viskumolar um líf og tilveru hinna efnameiri.

Áhugasamir geta tekið prófið HÉR .