Í á miðvikudag hófust að nýju viðræður Grikkja við ráðamenn í Evrópusambandinu um það hvort hægt sé að afgreiða 7,2 milljarða neyðarlán til landsins, en grísk stjórnvöld segja nauðsynlegt að klára samninga fyrir 24. apríl næstkomandi.

Í þýska blaðinu Süddeutsche Zeitung er hins vegar haft eftir háttsettum embættismanni að „hreinlega ómögulegt“ sé að vinna með grísku ríkisstjórninni. Í frétt blaðsins segir að innan stofnana ESB sé stemningin blanda af gremju og uppgjöf og segir embættismaðurinn að enginn möguleiki sé á því að samkomulag náist fyrir 24. þessa mánaðar.

Frétt þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt er á sömu nótum, en þar er haft eftir Valdis Dombrovskis, sem situr í framkvæmdastjórn ESB, að ólíklegt sé að samkomulag náist fyrir þann tíma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .