Margt bendir til þess að bankastofnanir séu að skoða í fullri alvöru sambærilegar breytingar og Straumur-Burðarás, sem tilkynnti fyrir jól að hann ætlaði að flytja eigið fé bankans yfir í evrur, segir greiningardeild Landsbankans.

?Erfitt er að sjá annan tilgang í jafn mikilli uppbyggingu gjaldeyrisforða bankanna en að þeir séu, einn eða fleiri, í alvöru að undirbúa að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt," segir greiningardeildin Landsbankans.

En gjaldeyrisstaða bankanna var jákvæð upp á 188,5 milljarða króna í lok árs 2006, sem er um 81 milljarða hækkun í desember eða 76% aukning, segir greiningardeild Kaupþings banka. ?Þetta er langmesta hækkun gjaldeyrisstöðunnar í einum mánuði frá því að Seðlabankinn hóf að birta tölur um gjaldeyrisjöfnuðinn,? segir greiningardeild Landsbankans.

Sem segir einnig: ?Það er í þessu ljósi sem hækkun gjaldeyrisjafnaðarins í desember er sérlega áhugaverð."

Hún segir hlutafjáraukning Kaupþings í nóvember upp á 55 milljarða skýrir sennilega stærstan hluta aukins gjaldeyrisforða, en þrátt fyrir það er ljóst að bankarnir eru enn að safna gjaldeyri af fullum krafti.

?Tölur Seðlabankans ná einungis til stóru bankanna þriggja þannig að gjaldeyrisstaða Straums-Burðaráss er ekki talin með í tölum Seðlabankans. Miðað við níu mánaða uppgjör bankanna þriggja svarar gjaldeyriseign þeirra nú til 34,7% af eigin fé og líklegt má telja að þetta hlutfall sé nokkuð ólíkt milli bankanna þriggja,? segir greiningardeild Landsbankans.

"Á síðasta ári hefur jákvæð gjaldeyrisstaða bankanna vaxið umtalsvert eða um 132 milljarða krónasem jafngildir um 237% aukningu. Þessa breytingu má rekja til þess að bankarnir hafa verið að stækka við sig erlendis sem veldur því að æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra er í erlendri mynt.

Þetta býður þeirri hættu heim að lækkun á gengi krónunnar verði til þess eiginfjárhlutfallið lækki þar sem allar erlendar eignir og skuldir hækka í krónum talið en eigið fé í innlendri mynt stendur í stað," segir greiningardeild Kaupþings banka.