Heildareignir Moderna, móðurfélags Milestone, námu 444 milljörðum miðað við sex mánaða uppgjör á síðasta ári.

Eigið fé félagsins var þá 59 milljarðar og eiginfjárhlutfall Moderna nam 13,2 prósentum. Ljóst er að eignasala undir núverandi kringumstæðum skilar ekki miklu.

Í sameiginlegri tilkynningu Milestone og skilanefndar Glitnis í morgun kemur fram að áætlað söluverð erlendra eigna Moderna samstæðunnar er mun lægra en vonir stóðu til að fjárhagsleg endurskipulagning og sala eigna á síðari stigum myndi skila.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins gæti munað um tugum milljarða króna miðað við eignasölu núna.

Eigið fé samstæðunnar nam 54,5 milljörðum í lok júní á síðasta ári og eiginfjárhlutfall hennar var um 10,6%. Tap Milestone-samstæðunnar nam 34,9 milljörðum króna eftir skatta fyrstu sex mánuði síðasta árs árs.Til samanburðar var hagnaður af rekstri samstæðunnar 27,2 milljarðar króna fyrri hluta árs 2007.