Gengi Dagsbrúnar, móðurfélags síðdegisblaðsins DV, hefur lækkað um 4,17% það sem af er degi. Það er langmesta lækkun í Kauphöllinni í dag.

Vangaveltur eru um það að fréttastefna DV kunni að hafa þarna áhrif á fjárfesta og þeir séu með þessu að láta óánægju sína í ljós.

Að baki þessari lækkun standa nokkur viðskipti eða uppá 62 milljónir króna. Mun vera nokkur söluþrýtsingur á bréf félagsins.