*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 10. júní 2019 14:00

Eru íslensku bankarnir of litlir?

Smæðin gæti að mati sérfræðings gert íslensku bönkum erfitt með að bregðast við áskorunum fjórðu iðnbyltingarinnar.

Kristján Torfi Einarsson
Bent Dalager leiðir ráðgjöf KPMG á Norðurlöndunum á sviði tækniþróunar í fjármálaþjónustu.
Haraldur Guðjónsson

Bent Dalager, sem leiðir ráðgjöf KPMG á Norðurlöndunum á sviði tækniþróunar í fjármálaþjónustu, segir að með tilkomu gervigreindar og aukinnar sjálfvirkni muni regluverk um fjármálaþjónustu víkka og eftirlitskröfur á fjármálafyrirtæki aukast frekar. Þetta gæti að hans mati verið íslenskum bönkum íþyngjandi og kostnaðarsamt. 

„Við sjáum merki um þessa þróun í dag. Hneykslismál vegna peningaþvættis hafa skekið umræðuna um bankastarfsemi á Norðurlöndunum í vetur. Eftirlitsaðilar bæði á vettvangi þjóðríkjanna og Evrópusambandsins hafa brugðist við umræðunni með því að herða eftirlit og fjölga kröfum sem lagðar eru á bankana. 

Spjótin hafa staðið á stóru bönkunum og eftirlitið tekið mið af þeim. Þessar aðgerðir gætu hins vegar verið verulega íþyngjandi smærri fjármálafyrirtækjum, eins og íslensku bönkunum. Hætt er við að kostnaður vegna aukins eftirlits verði hlutfallslega mun meiri hjá smærri fjármálafyrirtækjum og það aftur dregur úr samkeppnishæfni. 

Þetta er áskorun sem minni og meðalstórir bankar standa frammi fyrir og eitthvað sem íslensk fjármálafyrirtæki ættu að vera vakandi yfir, m.a. í ljósi aukinnar samkeppni frá fjártæknifyrirtækjum sem eru ekki felld undir sama regluverk í dag. Mögulega geta þeir varið samkeppnishæfni sína með því að deila kostnaðinum og vinna saman,“ segir Bent Dalager.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is