Stjórnvöld á Spáni hafa á síðustu misserum, án þess að láta mikið á því bera, nýtt fjármagn úr opinberum sjóði til að kaupa eigin skuldabréf. Eins einkennilegt að það hljómar þá gerir það málið enn einkennilegra að þessum tiltekna sjóða er ætlað að tryggja framtíðar lífeyrisgreiðslur Spánverja.

Sjóðurinn innihélt um 65 milljarða evra en stjórnvöld hafa minnkað hann um tæp 90%. Frá þessu er greint í Wall Street Journal. Þar kemur fram að þrátt fyrir að málið hafi ekki vakið mikla athygli á Spáni, þá hafa þeir greinendur sem fylgjast með sjóðnum af þessu töluverðar áhyggjur þar sem spænsk stjórnvöld hafa engar aðrar leiðir til að tryggja lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar aðrar en þær a taka fjármagn út úr almennum ríkisrekstri.

Að mati viðmælanda WSJ verður þetta einnig til þess að möguleikum Spánverja til að bregðast við áföllum fækkar um í það minnsta einn þar sem sjóðurinn er við það að verða tómur. Stjórnendur sjóðsins segjast þó litlar áhyggjur hafa af þessu. Fjármagninu hafi verið varið til að kaupa ríkisskuldabréf sem muni skila sér til baka á næstu árum. Tomás Burgos, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við fjölmiðla á Spáni nýlega að eignir sjóðsins væru núna bundnar að mestu í ríkisskuldabréfum en ekki innlánum, sem gerðir þær öruggari en áður.