Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir skuldahlutfall Árborgar hafa verið að færast niður.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Við gerum ráð fyrir að hlutfallið sé komið niður í 168% núna og við þannig farin að nálgast rétta línu. Við byrjuðum í reynd að vinna í skuldamálunum strax árið 2008 en fórum ekki að sjá árangur í niðurgreiðslu skulda fyrr en 2010. Við höfum hagrætt töluvert mikið í rekstri, sérstaklega í yfirstjórn, og stjórnendum hjá sveitarfélaginu hefur fækkað.“

Ásta segir að Árborg muni hæglega ná skuldaviðmiði í nýjum sveitarstjórnarlögum á tiltölulega skömmum tíma.

„EBITDA-hagnaður er yfir 15% hjá samstæðunni þriðja árið í röð en af A-hluta er hann enn of lágur eða um 5%. Við þurfum að ná meiri framlegð þar. Það er kannski aðalverkefnið. Það má auðvitað alltaf finna eitthvað en ég held að við séum komin nálægt þeim punkti að ef við hagræðum mikið meira erum við farin að skerða þjónustu. Við höfum í raun ekki þurft að gera það og við ættum væntanæega að geta náð niður skuldum án þess að þurfa að gera það,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í  Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.