Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur innleitt nýjan tímabundinn ramma sem stofnunin mun vinna eftir í kjölfar fjármálakreppunnar sem skall á haustið 2008.

Fyrri ramminn sem hún vann eftir átti að renna út um komandi áramót en sá nýi mun gilda til 31. desember 2011.

Þær ívilnanir varðandi ríkisaðstoð sem heimilaðar voru í fyrri ramma haldast en skilyrði eru hert í nýja rammanum. Fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum eru nú útilokuð frá þeim úrræðum sem ramminn nær utan um. Þá er möguleikinn á að veita ríkisstyrk upp að 500 þúsund evrum ekki til staðar lengur.