*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Innlent 15. júní 2020 13:22

ESA samþykkir íslensk ferðagjafabréf

ESA hefur samþykkt íslensku ferðagjafabréfin, handhafar gjafabréfanna fá inneign að andvirði 5.000 krónur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

ESA (EFTA Surveillance Authority) hefur samþykkt íslensku ferðagjafabréfin en Ísland tilkynnti þessa ráðstöfun til ESA 12. júní. 

Allir einstaklingar sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr, með íslenska kennitölu og lögheimili á Íslandi munu fá stafrænt ferðagjafabréf að verðgildi 5.000 íslenskar krónur til notkunar í ferðaþjónustu innanlands.

Áætlað er að kostnaður við framkvæmdina verði 1,5 milljarður króna, en markmiðið er að veita fyrirtækjum í ferðaþjónustu takmarkaðan stuðning innan ákveðinna tímamarka.

Handhafar gjafabréfanna velja sjálfir hjá hvaða ferðaþjónustufyrirtæki þeir vilja nýta bréfin og er hámarksfjárhæð sem hvert fyrirtæki má taka á móti í formi gjafabréfa 100 milljónir króna, eða 655.000 evrur.