Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur vísað nokkrum málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna vanefnda um innleiðingu nokkurra tilskipana í landsrétt. Tilskipanir EFTA átti að innleiða í fyrra. Þetta er lokaskrefið í ferli. Áður en til þess kom var Ísland upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur til að koma á framfæri röksemdum sínum sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan settra tímamarka.

Á meðal þeirra mála sem vísað var til EFTA-dómstólsins var tilskipun um álagningu gjalda á þungaflutningatökutæki, svo sem á vegum sem fara um fjallendi, tilskipun um auðkenni og rekjanleika sprengiefna til almennra nota, flokkunarkerfi á flugeldavörum, s.s. flugeldum, tilskipun um mengun frá skipun og meðhöndlun úrgangs. Þá var Íslandi jafnframt stefnt fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að innleiða ekki rétt starfsmanna til upplýsinga og samráðs.