Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðvarað Spán og Ítalíu að fjárlagafrumvörp ríkjanna fyrir árið 2014 sé hugsanlega ekki í samræmi við kröfur sem Evrópusambandið gerir til fjárlagafrumvarpa ríkja á evrusvæðinu. Fjárlagafrumvörp Frakka og Hollendinga eru líka á gráu svæði.

Þau ríki sem uppfylla ekki kröfur framkvæmdastjórnarinnar þurfa hugsanlega að endurskoða tekju- eða útgjaldaráætlanir sínar, þ.e. skera niður eða hækka skatta.

Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin aðvarar ríki með þessum hætti, að því er fram kemur á vef BBC .