Evrópusambandið telur að Microsoft haldi uppteknum hætti og misnoti markaðsráðandi stöðu sína. ESB hefur því enn á ný varað Microsoft við því að fyrirtækið verði beitt frekari fjársektum láti það ekki af þessum viðskiptaháttum. Þetta kom fram í máli talsmanns ESB eftir fund ráðherra samkeppnismála með Steve Ballmer forstjóra Microsoft. Ár er liðið frá því ESB dæmdi Microsoft til hárra fjársekta sökum, taldi þá sannað að fyrirtækið beitti samkeppnishamlandi aðgerðum og krafðist þess að stýrikerfi þess yrði opið keppinautum.

Núna, ári síðar, telur ESB að Microsoft hafi ekki gert nægilega mikið til að tryggja eðilega samkeppni.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.