Evrópusambandið samþykkti í dag að banna olíuviðskipti við Íran auk þess að frysta eignir íranska seðlabankans utan landsteina. Aðgerðirnar eru liður í því að þrýsta á um áframhaldandi viðræður um kjarnorkuáætlun Írana.

Viðskiptaþvinganirnar sem hafa þegar tekið gildi eiga við um nýja samninga um kaup á hráolíu og eldsneyti. Þeir viðskiptasamningar sem búið er að gera eiga að renna út í júlí.

Íranar eiga mikið undir olíuviðskiptum en 80% af tekjum ríkisins koma frá útflutningi á svartagullinu sem gera landið annað umsvifamesta landið innan Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC).