Evrópuþingið hefur samþykkt að beita viðskiptaþvingunum á Ísland og Færeyjar vegna makríldeilunnar við sambandið. Þvinganirnar felast í því að löndin mega hvorki flytja út né inn makríl og aðrar fiskafurðir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á þó eftir að taka ákvörðun um málið.

Breska ríkisútvarpið, BBC , hefur eftir Richard Lochhead, framkvæmdastjóra fiskveiðimála hjá Evrópusambandinu, að þetta séu jákvæðar fréttir í makríldeilunni og vonist hann til þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki álíka viðskiptaþvinganir vegna ósjálfbærra veiða landanna.

Hann bætir því hins vegar við að hlutirnir gangi stundum hægt hjá framkvæmdastjórninni en nú þurfi hún að bretta upp ermarnar.