Ný reglugerð Evrópusambandsins miðar að því að samræma tónlistarmarkaðinn á netinu.

Netverslanir eins og Apple iTunes geta þá haft eina „verslun” fyrir alla Evrópu en hingað til hefur þurft að kaupa leyfi í hverju landi fyrir sig.

ESB segir að tónlistarmenn ættu að hafa frelsi til þess að velja viðskiptasvæði til þess að selja tónlist sína. Það að hafa markaðinn aðskilinn eins og hefur verið hingað til hefur gert samkeppni við Bandaríkin erfiða.

Með hinum nýju reglum eiga samkeppnisaðilar að geta keppt sín á milli í allri Evrópu.

BBC greindi frá þessu.